miðvikudagur, 24. janúar 2007

Karlmenn og grátur

Daginn,
hvernig er það. Nú voru fréttir að enda og sagt var að John Kerry hefði grátið þegar hann tilkynnti að hann byði sig ekki fram til forseta us and a í næstu kosningum. Er karlmannlegt að vatna músum? Hvað þá á almannafæri? Kannski vitið þið það?
Mín skoðun er alla vega sú, vegna þess að ég er svo soft :) að það er í lagi, sýnir ótrúlega styrk og karlmennsku. Þess vegna hef ég sett þetta á listann yfir áramótaheitin, ég ætla að vera sígrátandi við öll tækifæri.... Það myndi þá kannski líka kenna syni mínum honum Ingimar að pabbar gráta líka, en hann segir að þeir geri það sko EKKI. Hvaðan ætli hann hafi þá karlrembu??? Alla vega ekki frá mér.
Hvað finnst fólki annars um kosningarnar í vor, ég er orðinn svo spenntur að ég get ekki beðið eftir að leðjuslagurinn byrji (leðja og slagur er eitthvað svo spennandi). Þetta leggst mjög vel í mig og ég vona innilega að baráttan verði sem hatrömmust og opinber slagsmál væru fín. Árni Johnsen gæti þar m.a. sýnt hvað hann lærði í steininum, þ.e. annað en að höggva í grjót.
Að lokum hvet ég alla til að kaupa sér sápukúluvél til að hafa í næsta partýi, veit ekki hvað Helga systir segir um það fyrir afmælið mitt, en ég er að reyna að telja hana á að þetta sé málið. Reynir mágur er örugglega sammála mér :)
Ég segi ykkur svo bráðum frá plönum mínum um heimsyfirráð eða dauða (alla vega að leggja HÍ að fótum okkar D).
Geðveikar kveðjur í bili,
Óli

Engin ummæli: