þriðjudagur, 16. janúar 2007

Loksins tókst að blogga :)

Jæja, þá er skólinn byrjaður og það með krafti. Einhverntíma í fyrndinni datt manni í hug að janúar yrði "rólegur" mánuður en annað hefur komið á daginn. Allt byrjaði á fullum krafti og fyrstu verkefnaskil í næstu viku. Hér verð ég þó að taka fram að þetta er rosalega skemmtilegt og svo velur maður sér þetta sjálfur ;) Annars er verið að skipuleggja hallarbyltingu í faginu. Ég tjáði mig í tíma um hvað mér þætti betur má fara og komst að því að fleiri voru á sömu skoðun (þá aðrir en Dagný sem ég hafði rætt þetta við), það kom skemmtilega á óvart og fundur verður haldinn á föstudagsmorgun (í fyrramálið) til að setja punkta á blað sem svo verður komið á framfæri á næsta fagfundi. Það er alltaf sama lognmollan í kringum mann hehe. Svo er verið að skipuleggja næsta sumar, og margar hugmyndir eru í gangi. Vinna hjá einhverri stofnun/fyrirtæki í Reykjavík... Það kemur allt í ljós. Það sem hins vegar er næst á dagskrá er skipulagning ferðar til Austurlands, til að sjá herlegheitin þar (Álver og virkjun) og svo verður auðvitað kíkt í andaglas (eða alla vega eitthvert glas) eins og í öllum almennilegum kennsluferðum!!! Það er nú svo gaman að segja frá því að fjölskyldan mín fyrir austan virðist "öll" vinna í tengslum við aðal uppbygginguna á svæðinu svo auðvitað sé ég um þessa ferð (eða þykist gera það hehe).Á laugardaginn síðasta var ég svo í brúðkaupi, þegar hinir góðu vinir mínir Óli Jón og Sigga gengu í það heilaga. Frábær veisla og mikið stuð og jamm í góðra vina hópi. Engin slagsmál. Ég lofa svo að fara að koma með einhverja vitsmunalega umræðu, er bara eitthvað svo andlaus (enda mætir maður í skólann rúmlega 8 nær alla morgna vikunnar, ömurlegt).
Kv. í bili, Óli

2 ummæli:

Maple sagði...

jahh miðað við hvernig þú hagaðir þér í síðustu "námsferð" sem ég varð vitni af sem var á þeim ágæta stað Ísafirði þá held ég að þú ættir allavegna að hugsa þig 2svar um áður, því hver veit nema annað "heimilisástand" skapist þökk sé þér...

feiknargóðir pistlar hjá þér.. haltu þessu áfram

kv
Hly

Ólafur Ögmundarson sagði...

Hmmm, já stundum fýkur yfir hæðir :) Takk fyrir innlitið Hlynur, bið að heilsa í dalinn!!!