Eins og titillinn gefur til kynna þá ætti ég að sitja við heimavinnuna núna, en vegna þess að ég vonast til að geta póstað nýja færslu núna (netið virðist vera stöðugt) þá ætla ég að leita færis og reyna á það. Það er nefnilega dáldið sem mig langar til að deila með ykkur. Þegar ég var að lesa Fréttablaðið í gær rakst ég á "frétt" sem mér finnst ótrúlegt að hafi verið eytt jafn miklu plássi í og raun bar vitni. Það er frétt af einhverri Idol-"stjörnu", sem tók upp á sitt einsdæmi að létta sig. Kílóin urðu ansi mörg, en kommon, er þetta frétt til að eyða hálfri blaðsíðu í??? Í sama blaði fær ný skýrsla eftir Ragnar Árnason hagfræðiprófessor um um þróun tekjudreifingar á Íslandi 1993-2005 sama fjölda cm2. Þetta finnst mér alveg ótrúlegt, ég verð bara að segja það. Það er alveg ágætt að strákurinn hafi létt sig (ekki það að ég vorkenni honum heldur ekkert að hafa gert það) en þetta sýnir að það sem skiptir máli fyrir þjófélagið, viðgang þess, vöxt og aukinn þroska er á sama plani og einhver feit Idol-"stjarna" hjá fréttamönnum Fréttablaðsins. Svo má reyndar geta þess að þessi grein um skýrslu Ragnars segir alls ekki neitt, mætti vera miklu ýtarlegri vegna þess að allir sem kannski vildu komust ekki á kynningu skýrslunnar í dag, þ.á.m. ég. Nú er sem sagt fyrsta rausið komið á bloggið mitt :)
Nú að léttara hjali. Eitt skipti sem oftar fór ég út á lífið í desember með þjáningarsystur minni henni Dagnýju ásamt nokkrum vinum hennar. Almennt pöbbarölt í gangi og svo var stefnan tekin á 11. Við fórum inn niðri, og ekki leið á löngu þar til "undarlegir" hlutir fóru að gerast. Inn kom ungur maður á óræðum aldri (frá 20-25), gekk rakleiðis að konu sem var af erlendu bergi brotin (æðislegt nafn á útlendingum) og á 90 sek var búið að ræða um verð, deila munnvatni og ganga út. Hún hefur verið um fertugt held ég. Snilld að verða vitni af svona, það á 11 í miðbæ Reykjavíkur. Mæli með að þið hafið augun opin næst þegar steðjað verður á lífið, það er aldrei að vita nema þið fáið að verða vitni að því hvernig viðskiptin ganga fyrir sig á eyrinni.
Nú er komið að því að setjast yfir LogFrame Matrix.
Góðir hálsar, þangað til næst, kv. Óli
fimmtudagur, 18. janúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hæhæ Óli, glæsilegt blogg hjá þér...ég varð nú samt pínu fúl þegar ég sá að ég er ekki á listanum yfir blogg sem þú skoðar, en þú ert nú ekki lengi að bæta úr því ;o)
Keep up the good work !!
Guðrún Lilja
Búið að kippa þessu í liðinn!!!
Ekki lengi að því sem lítið er...
Skrifa ummæli