Góðan dag góðir lesendur, gleðilegt ár og takk fyrir þau gömlu!!!
Það er víst óhætt að segja að árið 2006 hafi verið viðburðaríkt. Það gæti örugglega einhver notað það sem ágætt handrit í grátmynd svokallaða, og bíð ég því eftir tilboðum ;) Reyndar var það ekki alslæmt eins og síðar mun koma fram.
Vegna þess að árið 2006 náði ég þeim merka áfanga að komast á fertugsaldurinn (15. febrúar, svo þið munið eftir afmælinu mínu í næsta mánuði) stóð til að halda upp á það með pompi og pragt, en vegna veikinda föður míns, sem svo lést í byrjun mars, varð ekkert af því. Hann háði stutta en ótrúlega kraftmikla baráttu við krabbann sem náði honum að lokum. Hann kom mér alla vega á óvart hversu duglegur hann var, en þó ekki á sama tíma. Eitthvað er þetta kannski óskýrt vegna móksins sem maður var í á þessum tíma og í framhaldinu, en ótrúlega kjarkaður var hann og duglegur sem svo veitti manni ótrúlegan styrk í sorgarferlinu sem fylgdi í kjölfar fráfalls hans. Sá dagur var sem sagt 8. mars 2006.
Það sem gerði það að verkum að maður hélt sönsum á þessum tíma var mikill skilningur fólks allt í kringum mann og svo síðast en ekki síst samheldni fjölskyldunnar og hlýhugur vina. Á svona stundum verðu manni ljóst hversu mikilvægir þessi hópur er manni og að gott fólk er gulli betra. Eiga þeir allir mínar dýpstu þakkir skilið og þakklæti um alla ævi.
Ég hef alltaf haft trú á því að þegar óumflýjanlegar breytingar verða í lífi manns eigi maður að nýta þær og læra af þeim. Og það var einmitt það sem ég gerði. Reyndar verð ég að bæta hér við að við kjarnafjölskyldan áttum saman góðan tíma bæði í bústað í Hálsasveit og svo þegar við fórum í 10 daga ferð til DK og Svíþjóðar í júlí. Það var ógleymanlegt og þjappaði okkur saman. Kannski verða bara settar myndir úr þessum ferðum hérna á þessa síðu, hver veit.
En er þá ekki kominn tími til að segja aðeins frá þessum breytingum?
Ég sótti um inngöngu í mastersnám, og komst inn, í auðlinda- og umhverfisfræði við HÍ. Þetta er þverfaglegt nám sem flestar deildir HÍ standa að. Þetta er mjög skemmtilegt nám sem mun örugglega verða uppspretta margra skrifa hérna á blogginu, og þá væri gaman ef fólk tjáir sig um þau mál á uppbyggilegan hátt (hehe) og rífst dáldið og skammast!!! Í þessu námi tel ég mig hafa fundið fjöl mína, sem svo vonandi gerir mig að betri manni (það má alltaf gera sér vonir hehe). Þetta nám hefur á mestan hug minn á síðustu önn, en hún byrjaði samt frekar seint vegna þess að ekki voru skakkaföllin búin í lífi mínu og fjölskyldunnar, af því að Margrét móðursystir mín, sú mæta kona, dó líka á árinu úr krabba eins og pabbi. Það er hreint ótrúlegt að ekki sé búið að finna lækningu á þessum fjanda ennþá, en við mannskepnan erum jú einmitt að einbeita okkur að því að taka líf í staðin fyrir að bjarga þeim (þetta verður kannski rætt síðar). Þetta áfall varð til þess að maður endurlifði alla rússíbanaferðina aftur og eins og ég nefndi áðan, þá byrjaði önnin frekar seint af þessum sökum. Reyndar það seint að ég frestaði öðru prófinu sem ég átti að fara í í desember, maður tekur það bara í ágúst á þessu herrans ári í staðin.
Námið hefur verið mjög stembið, en eins og áður var sagt, skemmtilegt, og ótrúlegt en satt (sýnir aukinn þroska) hlakka ég bara til að hann byrjar :) .
Nú tekur nýtt og örugglega betra ár við, sólin hækkar stöðugt á himni og ég vona að það hafi sömu góðu áhrif á þig og það gerir á mig lesandi góður!!!
Kv. Óli
3 ummæli:
Takk fyrir að deila annálinum þínum með okkur hinum.
Þrátt fyrir að tíðarfarið sé frekar óspennó þessa dagana held ég að 2007 verði bara fínt :)
já, ég held það bara líka, enda ekki úr háum söðli að detta :)
Inngangurinn og málstofan gengu samt afspyrnu vel :)
I am just rooting around looking for anything regarding the proposed field trip...Islensku min er ekki got, so far, but I'm working on it. Anyway, I'd like to vote for the trip to be on the 28th.
Skrifa ummæli