miðvikudagur, 19. desember 2007

Kominn til útlandsins

Já þá er maður kominn til DK, nánar tiltekið til Odense. Prófin tvö sem ég fór í eru því búin, ég búinn að hrynja í það með skólafélögunum, búinn að vera hjá Degi frænda og Rósu spússu hans í tvær nætur í vellystingum líkt og endra nær og svo komum við Vaka til Odense í gær. Fyrir dyrum standa nú flutningar, stúlkan ætlar að tæma íbúðina sína fyrir jól og við förum því til Árósa á morgun, fimmtudag. Ég get ekki annað sagt en að ég hlakki nú til þessara flutninga og að geta komið sér fyrir í Árósum og farið að undirbúa jólin. Það sem annars er að frétta að ég er farinn að undirbúa nýársfærsluna mína. Hún verður í lengra lagi eins og fyrsta færsla þessa árs þar sem árið verður gert upp með einum eða öðrum hætti.
Ég kveð í bili, ekki fara í Kringluna (nema þið viljið missa vitið, eða svo segir mamma) nema þá á eigin ábyrgð!!!

Kv. Jóli

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jólakveðjur úr myrkrinu og endalausri rigningu hér í Reykjavík, frá okkur á Ægisíðunni, elskurnar mínar - ég sakna ykkar mikið! Við sjáumst e. viku... Og til að vera agalega væmin: njótið þess að horfa á jólastjörnurnar í augum hvors annars...
Ykkar Helga sys.