laugardagur, 8. desember 2007

Jákvæðni

er dyggð, eða það mætti alla vega ætla miðað við viðbrögðin við lofræðu minni um vistfræði hér um daginn. Nú er ég sem sagt að lesa blessaða vistfræðina og hef ekki skilið alveg við hana (jákvæðnina) en óskaplega er ég samt orðinn þreyttur á öllu þessu hugtakaflóði sem ausið er yfir mann. Ég er því að hugsa um að fá mér rölt í bæinn á eftir og láta jólaandann (ef til vill brjálæðið) veita mér inspírasjón til að halda baráttunni áfram.

Njótið aðventunnar mín kæru!!!

Kv. frá Óla sem alltaf er í skóla

Engin ummæli: