laugardagur, 1. desember 2007

Hugvekja

Það er alltaf gaman að læra eitthvað nýtt. Nú þegar ég sit og læri fyrir virstfræðipróf haustsins finnst mér það bara gaman (hver hefði trúað því að þessi orð ættu eftir að koma frá mér?). Vistfræðin er flókin vísindi sem þarf að taka inn marga þætti til þess að hægt sé að nota hana til að álykta um framtíð og þróun lífs á jörðinni.
Í haust, vegna þýðingar minnar á skýrslunni um fornleifauppgröftinn í Gautavík í Berufirði og eftir ótalmargar umræður við Dagnýju fornleifafræðing og vini hennar, hef ég líka komist í tæri við fornleifafræðina. Líkt og með vistfræðina finnst mér fornleifafræðin mjög spennandi, en þetta eru ótrúlega ólík vísindi.
Annars vegar er leitast eftir í vistrfræðinni að sjá fyrir hvernig vistkerfi hafa breyst og hvernig þau munu breytast og líta út í framtíðinni. Hvernig þau munu bregðast við t.d. loftslagsbreytingum og hvernig hægt er að nota "hugmyndafræði" vistkerfanna og yfirfæra þau yfir á okkur mennina og gera umhverfi okkar að vistkerfum (Industrial Ecology). Fornleifafræðin hins vegar lítur um öxl, reynir að segja okkur hvernig forfeður okkar lifðu og hrærðust, nytjuðu jörðina og sjóinn.

Hvaða nýju vísindum ég kynnist næst er ekki gott að vita, en ég mæli með að þið staldrið við og njótið þess sem þið lærið á hverjum einasta degi því þegar þeim punkti er náð finniði að þið eruð á réttri hillu!

Lifið heil.

4 ummæli:

dax sagði...

Það er gott að lesa svona jákvæðan pístil eftir að hafa bölvað félagsvísindadeild í sand og ösku. Takk kallinn minn.

Ólafur Ögmundarson sagði...

Heheh já, veistu ég veit bara ekki hvaða jákvæðni þetta er, og það í svartasta skammdeginu :) en batnandi mönnum er víst best að lifa!!

Lilja sagði...

Vá, mér vöknaði um augu !! ...gaman að heyra að þú ert farinn að fíla "mín" vísindi :)

Vaka sagði...

Það er aldeilis að bloggin eru eitthvað sentimental núna :) En gott að þú finnir að þú ert á réttri hilli kallin minn :) Það er góð tilfinning, I know...