mánudagur, 8. október 2007

Í útlandinu

Þetta er helvíti magnað, maður er ekki fyrr kominn á erlenda grundu þá fær maður pípandi og uppsöl. Ég hlýt að hafa valið þessa tímasetningu til að geta fengið þjálfaða hjúkrunarkonu og verðandi lækni til að sjá um mig!!! Ég er nú allur að skríða saman eftir allsherjar úthreinsun síðustu 12 tímana svo landið fer rísandi.
Ha' det!!

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

úffff....ekki góð byrjun, en þú veist hvað þeir segja, fall er fararheill ;)

Maple sagði...

já þetta er merkilegt, en ég verð að leggja orð í belg og segja að það er fátt betra enn að sitja á postulíninu með einn kaldan í hönd og með alveg flæðandi útgang.
En bið að heilsa út þá sérstaklega vinkonu Vöku í Odense

hilsen

Vaka sagði...

hehe... já það má segja að mjöðurinn hafi flætt hjá Óla, inn og út alls staðar þar sem hægt er.

Þetta er nú meira vesenið, maður er bara settur í FULLA vinnu við að sinna gestunum, hélt nú að þetta yrði bara kósý... en... svona er þetta bara!

Bið að heilsa í fjörðinn Hlynur!

Nafnlaus sagði...

Óli blessaður hefur alltaf haft lag á að láta hafa fyrir sér... en maður venst því með tímanum! Góða skemmtun resten af tiden, turtildúfurnar ykkar. Knúsaðu Vöku frá okkur á Síðunni þar sem selir sofa á skerjum og súlur stinga sér í öldurnar, kæri bróðir - og ekki útrýma fas-hönum Danaveldis!
Klem fra Sys.

dax sagði...

Ristilhreinsun ku vera holl samkvæmt henni Jónínu Ben - og ekki lýgur hún :)

Vaka sagði...

hehe... ég ætti kannski að fara að gera út á þetta, ristilhreinsun í Odense, svona til að drýgja tekjurnar :)

Helga: hann hefur greinilega verið að láta mig bæta sér upp allan skort á fyrirhöfn á sér síðustu vikurnar, þurfti líka gjörgæslu í sólarhring :)
Knús til baka á Síðuna :) Öfunda ykkur af útsýninu, hér sé ég bara í tómt herbergi sem var einu sinni sameiginlegt eldhús fyrir 4 íbúðir með brotinni eldavél.

Ólafur Ögmundarson sagði...

Hversu holl sem ristilhreinsunin ku vera hefði ég alveg getað lifað án hennar. En nú er ég að skríða saman, maginn farinn að stækka aftur og löngunin í bjórinn farin að láta á sér kræla, að nýju!!!
Sös veit alveg hvað hún talar um, en er væntanlega fegin að annar hafi tekið yfir þjónustustarfið sem hún sinnti svo vel til margra ára ;) Get svo mælt með Vöku minni sem hjúkku/lækni, hennar touch gerði það að verkum að ég var ekki veikur lengur...