þriðjudagur, 30. október 2007

Já maður er á lífi, en notar nú hverja mínútu sem gefst til að læra eða vinna (tvær min fyrir þessa færslu verða að nægja). Stráksi er hérna fyrir sunnan hjá okkur Vöku, litlu fjölskyldunni, og þar sem aðal barnapían (mamma) er að spóka sig í Berlin hefur maður nóg að gera :) Ég hef ekki verið í þessari stöðu frá því ég bjó fyrir norðan, að vera með hann einn allan daginn, og verð ég að segja að þetta er alveg frábært. Auðvitað er gott að hafa múttu og það auðveldar lífið mjög en þetta er alvöru :) Okkur Vöku ferst þetta líka bara vel úr hendi, hún er einmitt með I í afmæli hjá Leif, bróður sínum núna og svo þarf að elda í kvöld (ef þau koma ekki södd úr afmælinu ;) Hér er eldað á hverjum degi, soðinn fiskur í gær, læri á sunnudaginn svo að þetta er hard core!!!

Nú er það hins vegar Gautavíkur-þýðingin sem kallar. Textinn er mjög lélegur á frummálinu (nema ég sé svona lélegur í þýskunni hehehe), setningar sem ná yfirleitt yfir fjórar línur með fullt af aukasetningum og nú er vankunnáttan í fornleifaræðinni farin að segja til sín. Dagný er mér hins vegar innan handar svo þetta reddast, eins og alltaf :)

Góðir hálsar, bless í bili (tvöföldu) og ég hlakka til þegar þessari törn líkur!!!

2 ummæli:

dax sagði...

Þetta reddast allt saman, vittu til :)

Lilja sagði...

Æi littli snúðurinn þinn er nú líka meiri dúllan !! ;)