
Til þess hins vegar að svara þeim gagnrýnisröddum sem heyrðust tengdar síðustu mynd sem birt var af Ingimar með KR-húfuna langar mig bara að segja þetta. 1. KR var ekki í fallsæti, þó svo að fjölgað hafi verið í deildinni. 2. KR-ingar þurfa ekki að lifa við það að hafa unnið bikarinn i knattspyrnu með því að draga vígtennurnar úr andstæðingnum. 3. Það sýnir sig bara að þessi blessuðu börn sem eru með KR-ingnum mínum á leikskóla láta ekki það á sig fá þótt einn sé öðruvísi og haldi með stórveldi í íþróttum í Íslandi og láta ekki einhverja afbrýðisemi koma fram í einhverjum látalætum sem stundum getur plagað þá sem ekki hafa stjórn á afbrýðisemi sinni ;)
Lifið heil, og áfram KR :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli