mánudagur, 23. júlí 2007
Í upphafi nýrrar viku
Þá er runninn upp enn einn mánudagurinn. Þegar við Vaka, Lilja og Albína vorum að keyra heim eftir miðnætti í gærkvöldi komumst við að því að það er bara orðið dáldið dimmt um það leyti. Ég verð að viðurkenna að mér finnst það ekki góð þróun sem þó er lítið hægt að gera í. Því miður. Seinni hluti sumarsins er runninn upp og daginn fer að stytta. En nú að öllu léttara hjali. Farið var á LungA um helgina. Um 1600 km eru því að baki og þreytan segir vel til sín. Helgin var hins vegar alveg frábær. Við byrjuðum á að keyra austur á föstudaginn (Vaka, Lilja og ég) með stoppi á Brú þar sem Albína bættist í hópinn. Teigur, búðir fornleifafræðinga sem grafa á Skriðuklaustri var svo áfangastaður dagsins. Dagný tók þar á móti okkur, vígreif og hress. Það var mjög gaman að koma þarna og sjá hvað fólk lætur bjóða sér, en aðstaðan á Teigi ku vera í betri kantinum miðað við þær aðstæður sem margir fornleifafræðingar búa við. Við sváfum vel (eða alla vega ég, sumir sváfu ekki eins vel vegna hrýns í mér). Loka áningarstaður laugardagsins var svo LungA á Seyðisfirði (ekki fjölskyldutjaldstæðið) en við fengum okkur heindýraborgara á Búllunni auk þess að fara í sund á Egilsstöðum á leiðinni. Ég mun hafa lent í slagsmálum á laugardagskvöldið en man bara ekkert eftir því (Sóley frænka heldur alla vega þessu fram með slagsmálin), það sér ekkert á mér en sá sem ég barði ku vera hel-blár og marinn. Já ég er greinilega ekkert lamb að leika sér við (en man samt ekki neitt). Góður matur var grillaður (kjúlli, lambalundir og humar) og sunnudagurinn fór svo í að taka sig og dótt sitt saman og keyra heim til Rvk. Þetta var yndisleg helgi (eins og ég er örugglega búinn að segja áður), og ég vil þakka öllum fyrir góða skemmtun, við verðum að endurtaka þetta í síðasta lagi að ári!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
takk sömuleiðis fyrir frábæra helgi :) ég þarf greinilega að fara að þróa leið til að geta sparkað í þig þó ég sé í svefnpoka... Hlöðver grís!
kv. Svínatemjarinn
og ps. þú ert ráðinn farastjóri og kokkur næstu árin á LungA
þetta var mökk gaman
Haha...já, takk fyrir mökk skemmtilega helgi :)
p.s. bara kúl hauskúpa !!
Hvernig væri nú að birta einhverjar stuðmyndir? Ekki bara af einhverjum sem dó á miðöldum ???
[url=http://www.playatonlinecasinos.com/]casino online[/url] [url=http://www.casinovisa.com/how-to-play-online-roulette/]online roulette[/url] , [url=http://www.concordiaresearch.com/games/video-poker/index.html]casino online[/url] , [url=http://www.realcazinoz.com/sw]amex casinos[/url] , [url=http://www.avi.vg/category.php?a=sex4sexx&cid=669]sex shop[/url]
Skrifa ummæli