Síðasta föstudag og laugardag fór ég í smá ferðalag með tvo Austurríkismenn, mömmu og Ástríði vinkonu hennar. Ferðinni var heitið í Landmannalaugar fyrsta daginn og svo var gist í Hrauneyjum, sem áður voru vinnuskúrar Landsvirkjuanar. Skemmtilegt hótel bara sem ég mæli með. Svo er það bara mjög ódýrt, fyrir tveggja manna herbergi borgar maður 4500 kr án morgunmatar. Á laugardaginn var svo haldið niður Þjórsárdalinn sem ég komst að, að er einn fallegasti dalur landsins. Þvílík fegurð að orð fá því bara ekki lýst. Ég mæli með að fólk fari á jeppa ef það leggur á dalinn, m.a. til að fara að Háafossi (myndir fyrir neðan) en að honum er jeppavegar. Stöng, endurbyggði þjóðveldisbærinn eru ómissandi, sundferð í Reykjalaug (held hún heiti það) og svo bara njóta lífsins. Frábær ferð í alla staði, það var snilld að komast aðeins úr bænum og nú sest maður fullur af orku aftur við skriftir :) Fleiri myndir birtast svo þegar fram líða stundir.
mánudagur, 9. júlí 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Flottar myndir :)
Flottar myndir
Það er alveg ótrúlegt hvað LV kemur oft og víða við sögu í þínu lífi Óli :)
kv. ein sem var á spenanum :)
Það er nú ótrúlegt að fólk sem hefur verið á spenanum geti ekki skrifað undir nafni ;) (hehehhehe...)
ég á meira að segja enn regnstakk merktan LANDSVIRKJUN sem ætla að klæðast á LungA
kv. Vaka Ýr Sævarsdóttir, á spenanum
Skrifa ummæli