Þá meina ég hin sáluga hljómsveit, spilaði á Nasa síðasta laugardagskvöld!!!! Þið ykkar sem reynduð að nota einhverja hrikalega leim afsökun til að koma ekki eða þeir sem þurftu einhverra "hluta" vegna að drífa sig heim þegar stutt var liðið á fögnuðinn, þið misstuð af rosalegri skemmtun!!! Og syndin er að þessi hljómsveit skuli vera hætt :( en ég náði samt að sjá þá einu sinni live :) Ég held að ansi oft hafi ég verið nærri fallinn í trans af völdum tónlistarinnar, en hef vonandi ekki talað tungum (þarf reyndar að ganga úr skugga um það hjá samferðafólki mínu). Ég vil þakka þeim sem með voru fyrir góða skemmtun, vonandi gefst tækifæri í bráð til að endurtaka leikinn og sjá eitthver bandið live sem hefur jafn skemmtileg áhrif á mann :)
Heyrumst eftir ferðina hringinn!!!
Kv. Óli sem alltaf er/verður í skóla múahahhahahahahahaha
mánudagur, 19. mars 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Well, well, well, my dear husband, what can I say? Ég heyrði alveg vel í Hjálmum allan tímann sem ég var á staðnum - enda kvenkyns og þar af leiðandi fær um að framkvæma marga "hluti" á sama tíma. Og svo harkaði maður af sér framyfir Kindina Einar ;-)
Lofa samt að skilja þig ekki svona eftir aftur, amk ekki án þess að kveðja :-)
Þetta voru snilldar tónleikar :)
l...eiðinlegt samt að "uppgötva" hljómsveitir þegar þær eru hættar :(
Þetta voru snilldar tónleikar :)
l...eiðinlegt samt að "uppgötva" hljómsveitir þegar þær eru hættar :(
Guðrún, ertu drukkin á mánudagskvöldi??? Það mætti halda þú værir í skóla :)
Skrifa ummæli