Ja þá er komið að því, ég set inn nýja færslu og bara man varla eftir hvenær ég skrifaði eitthvað hér inn síðast. Ég hef ákveðið að kenna annríki um bloggleti mína. Frá því að ég kom frá landi baunanna hefur verið brjálað að gera til þess að reyna að klára þau verkefni sem liggur fyrir að skila fyrir ferðina austur á land (reyndar allan hringinn) sem verið verður í á morgun. Fyrir ykkur sem ekki vita fékk ég þessa hugmynd í haust og með hjálp góðra vina og skólafélaga hefur hún sem sagt orðið að veruleika. Farið verður hringinn í lærdóms- og skemmtiferð á fimm dögum. Lagt af stað á morgun og komið heim á laugardaginn. Þetta verður Multi-culti hópur og ég hlakka alveg rosaleg til. Við verðum í rúman sólarhring hjá Þorvarði Árnasyni á Höfn og látum hann fylla okkur af fróðleik um umhverfismál og siðfræði. Svo eru það Kárahnjúkar á fimmtudag, Hásk. á Akureyri á föstudag (og vonandi vísindaferð) og svo skrönglast heim á laugardag. Leggurinn heim verður einmitt mjög spennandi og örugglega tilhlökkunarefni fyrir marga sem ætla að taka á því á djamminu á Akureyri á föstudagskvöldið :)
Nú er ramminn að fyllast. Best að publisha!!!
mánudagur, 19. mars 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli