fimmtudagur, 29. mars 2007

Fyrirlestur...

Þá er kominn fimmtudagur, búinn að flytja eitt stykki fyrirlestur í morgun og er nú á leiðinni í rúmið... Besta fyrirlestur dagsins flutti D, ýtarlegur eins og henni var von og vísa (nú þarf maður að fara að læra almennilega af henni). Hún Guðrún Lilja var svo búin að biðja mig að taka þátt í umræðuhóp um orku en ég veit ekki hvort ég kemst, hausinn er alveg að sprynga núna (þannig að ég er að fórna mér fyrir ykkur lesendur góðir).
Á morgun er svo stóra stundin, taka í spaðann á Frikka Sóf hjá LV, og mér skilst að ég megi taka með mér gest. Nú er bara að velja réttu manneskjuna, býður sig einhver fram???
En nú er það draumalandið,
kv. Ó

1 ummæli:

dax sagði...

*roðn* takk, þetta var nú fallega sagt um hóstafyrirlesturinn minn :-) Fall er fararheill.