mánudagur, 26. mars 2007

Langaði að deila með ykkur...



Í síðustu viku fór ég til læknis til að kanna fyrir hverju ég hef ofnæmi. Var nú kominn tími til þar sem örugglega eru meira en 20 ár síðan ég varð fyrst var við þennan viðbjóð. Alla vega þá setti hann mig í ofnæmispróf...

Hugmyndir um kláða náðu nýjum hæðum í mínu lífi og ekki er laust við að mér hafi brugðið aðeins við hvernig upphandleggurinn leit út. Úrskurðurinn var að ég er með ofnæmi fyrir öllu nema rykmaurum, myglu og nánast ekkert fyrir frjókornum trjáa. Hæstu hæðum náði ofnæmið fyrir köttum (stóra bólan uppi til vinstri), ofnæmið fyrir grasi og svo auðvitað öllum öðrum ferfættlingum :( Ekki það að ég vissi þetta nú svo sem alveg en það var gott að fá þetta staðfest.
Þá læt ég þessari raunasögu lokið, góða nótt,
kv. Ó

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Úfff...greyið þú að vera með svona mikið ofnæmi, sérstaklega fyrir ferfætlingum :(