Já, það var sem sagt í dag að ég fékk afhentan stykrinn frá LV. Dagur frændi minn fór með mér til halds og trausts og sá sko ekki eftir því. Þetta var fín "athöfn", stutt og hófst með mjög góðum mat. Úrvalskokkur sem þeir eru með þarna og er hætt við að starfsmenn LV leggi nú ekki mikið af eftir að hann kom til starfa. Hann er fyrrverandi eigandi Argentínu (so go figure). Andrúmsloftið var bara fínt og allir í góðu skapi :) enda ekki annað hægt. Veittir voru sjö styrkir en 45 umsóknir bárust. Eins og sést á síðu LV er inntak míns verkefnis töluvert öðruvísi en hinna sem fengu styrk. Nú er svo bara beðið eftir svari frá Orkusjóði, og eftir þessa lífsreynslu er maður bara bjartsýnn.
Vonandi eigiði góða helgi,
kv. Ó
föstudagur, 30. mars 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Þitt er náttla eina sem er eitthvað töff þarna :)
Til hamingju Óli!
Kveðjur úr Köbenhavn.
...hey! Hvern andskotann á það að þýða að fara til Köben og ekki hafa samband!!!
Innilega til hamingju með þetta !! :)
I want not approve on it. I regard as precise post. Expressly the appellation attracted me to study the intact story.
Amiable dispatch and this mail helped me alot in my college assignement. Say thank you you for your information.
Skrifa ummæli