föstudagur, 9. mars 2007

Kveðja frá Köben

Það er nú meira hvað tíminn líður alltaf hratt þegar það er gaman.
Hér í köben er farið að vora, hitinn milli 6 og 10 gráður og maður er bara úti á flíspeysunni. Í gær fór ég niður í bæ, snæddi hádegisverð með Stebba og svo rölti ég um allar helstu nærliggjandi götur Striksins og Kaupmangaragötu án þess þó að fara neitt á þessar tvær götur. Ég mæli eindregið með þessu því í þessum götum eru miklu skemmtilegri litlar búðir.
Svo þegar heim var komið síðdegis fórum við Dagur og Deebo á göngu sem endaði niðri á Norðurbrúargötu. Löggan er enn mjög sýnileg í kringum Hús unga fólksins en maður kemst ekkert nálægt því. Svo þegar við ætluðum inn á pöbb þar nálægt liðaðist mótmælaganga framhjá okkur, á baráttudegi kvenni. Það var rosalegur fjöldi af fólki sem var gaman að sjá og fólkið var bara í miklu stuði, stór bíll með græjurnar í botni fyrstur og allar dansandi á eftir.
Bless í bili,
Óli

7 ummæli:

Lilja sagði...

Gott að það er gaman hjá þér í kóngsins köben, en já ég er samála þér með litlu göturnar og búðirnar í kringum strikið...þær eru æðislegar !!

dax sagði...

nice, ég er ennþá að súta að hafa ekki verið þarna á þessari kvennagöngu ;-)

Ólafur Ögmundarson sagði...

Ja, þeim verður að svíða sem undir míga :)

dax sagði...

9.mars, þetta er engin frammistaða í bloggmennsku ;-)

Lilja sagði...

Heyr heyr !!

Nafnlaus sagði...

koma svo!

dax sagði...

u can do it :-p