mánudagur, 19. mars 2007

Benedikt 16 - Rottweiler guðs

Einhverntíma áður hef ég gert páfann að umtalsefni mínu, og hversu sérstaklega opinn hann er fyrir nýjungum og bróðurkærleik. Í politiken.dk fyrir ekki svo alls löngu birtist ný frétt af Benna að skrifa undir einhvern bleðilinn. Á þessum bleðli var staðfest sú stefna hinna kaþólsku að fordæma samkynhneigð (eða samkind) (sem kemur kannski ekki mörgum á óvart enda um GRÝÐARLEGA synd að ræða), en svo var það hitt atriðið sem mér fannst nú ansi skemmtilegt. Það var að, vegna þess að bannað er að skilja í kaþólskum sið, fólk sem einhverra hluta vegna ekki langar til að vera gift lengur eigi bara að búa saman í vináttu, eða eins og systkini hehehehhehehe (afsakið, þetta er ekkert hlægilegt). Og að auki kemur fram að kynlíf utan hjónabands er ALGJÖR SYND.
Mér finnst alltaf jafn gaman að sjá að sumir eru enn staddir á miðöldum þegar við hin lifum í núinu. Það lætur mér alla vega líða betur með mitt eigið líf.
Að lokum langar mig til að segja ykkur að Benni 16 var forstöðumaður nefndar innan Vatíkansins sem tók við af spænska rannsóknarréttinum þarna í fyrndinni áður en hann varð páfi. Hlaut þar viðurnefnið Rottweiler guðs (sem mér finnst reyndar full töff fyrir þennan grátittling eins og sagt er í minni fjölskyldu). Lifið heil elskurnar mínar (nok en færsla komming op :)

Engin ummæli: