mánudagur, 30. apríl 2007
Fiskveiðar á erlendum miðum
Eftir ábendingu langar mig til að koma með smá tilkynningu: "Ég vona að Íslendingar séu ekki að fara að stunda rányrkju við strendur Afríku heldur sýni gott fordæmi og veiði af skynsemi".
Óskapnaður
Ég veit nú reyndar ekki hvort þetta hafi nein áhrif á mig, maður verður að passa að geilsabaugurinn verði ekki of strekktur skiljiði og svo verður nú að vera gaman að lífinu (og så krydser mand jo bare finger og håber jeg ikke får "skorpeliver"). Skál
Tónleikarnir á föstudagskvöldið..
sunnudagur, 29. apríl 2007
Til minningar um hetju
Í tilefni af því að ég er búinn með heimaprófið í SemII þá hef ég ákveðið að segja frá smá “leyndarmáli” um mig sem ekk margir vita um. Ég er með blæti fyrir ákveðnu atriði. Nú dettur þér lesandi góður örugglega eitthvað kynferðislegt og jafnvel subbulegt í hug, en svo er nú alls ekki raunin. Þetta blæti hefur sem sagt ekkert með tær, sokkabuxur eða einhvers konar voyeur hátt að gera (mæli með skilgreningunni á þessu skemmtilega orði í ensk-íslenskri orðabók). Alla vega þá er blætið mitt fyrir látnum manni. Nei, þetta er ekki Charles Bronson eða einhver sambærilegur snillingur, en snillingur er hann samt!!! Nafn þessa einstakling er Johann Hölzel. Kveikir einhver á perunni???? Á heimasíðu hans er eftirfarandi quote :
One year ago – ein Jahr wie eine Ewigkeit
aber es war Liebe auf den ersten Blick
Niemand wollte uns verstehen
Quit livin’ on dreams
Life is not what it seems
there’s someone who needs you
Hans Hölzel
Því miður náði Hans ekki háum aldri, en það er hægt að segja um hann eins og James Dean, he lived fast and died young. Það á reyndar við um óskaplega mörg óskabörnin sem fæðast á þessa jörð.
Aftur að blætinu. Ég deili þessu blæti með ansi mörgum manneskjum þessa lands (Íslands) og svo eru ótal fylgjendur þessa snilling um allan heim, þó mest sé líklega af þeim í hinum þýskumælandi heimi. Svo ég nefni tvo blætisfélaga mína á Íslandi þá eru það þær Dagný og Rán. Ég mæli með partýi tileinkað Hans við fyrsta tækifæri stúlkur!!!
En er ekki kominn tími til að leysa frá skjóðunni og segja frá listamannsnafni þessa mikla lífskúnstner? Jú mér finnst það. Það er FALCO.
Á þessu stigi finnst mér réttast að vitna í bloggið Dagnýjar, þar sem hún sagði í dag:
“Þetta er tileinkað gærkvöldinu, meistari Falco heitinn með hið ódauðlega lag Jeanny (heitir reyndar Jeanny Part 1, úr hinu metnaðarfulla verki Jeanny sem er í einum fjórum hlutum).
Dramatísk rapp-ballaða á þýsku og ensku, segi bara why change a winning formula? Að þetta skuli ekki hafa verið leikið eftir af öðrum listamönnum. En, myndbandið er ekki fyrir viðkvæmar sálir.
Ps. Ég tók eftir því að það er allsterkur svipur með Óla og átrúnaðargoðinu austurríska! Grínlaust” (Dagný Arnarsdóttir, http://101reykjavik.blogspot.com/ 29. apríl 2007).
Ekki veit ég nú hversu líkir við erum við Falco, en ekki myndi mér nú leiðast að vera jafn mikið kyntröll og hann var nú í lifanda lífi!!!
Í minningu látinnar hetjur og stórmennis (myndböndin við Jeanny, Der Kommissar, Amadeus)
Bloggleysi - bragarbót á
Á blaðsíðu 2 í Fréttablaðinu í dag er að finna margar ansi spennandi fréttir, m.a. þrjár úr Skagafirði!! Fyrst ber að geta að bátur strandaði við Fagranes í vikunni, mannbjörg varð. Ekið var á tvö hús á Króknum sama daginn og mun þetta ekki vera algengt á þessum slóðum, alla vega að þetta gerist tvisvar sama daginn. Um ótengd mál var að ræða. Þriðja fréttin er svo öllu stærri og fær meira pláss á blaðsíðunni. Það er að Vaktstjóri á vakt í bjórauglýsingu pilta. Þeir hafa jú alltaf verið líberal í Skagafirði og er greinilegt að svo á einnig um yfirbaldið. Vaktstjórinn umræddi er Sveinbjörn Ragnarsson, ekki veit ég hvort hann er AA (aðfluttur andskoti) en vel fellur hann að ímyndinni (skál og syngja og allt það). Mun myndbandið vera hið skemmtilegasta, þar sem vímuefnaneysla er mærð og slagsmál brjótast út uns varðstjórinn mætir á svæðið, í búningi enda á vakt og styngur leikendum inn (í steininn) með nokkrar dósir af Víking-bjór, mjöði okkar auðlindafræðinga. Vífilfell sver af sér öll tengsl við myndbandsgerðina. Mál þetta ku vera í rannsókn og verður spennandi að fylgjast með framvindu þess. Ekki er tekið fram hvort löggumanninn hafi verið settur í tímabundið leyfi. Svo er fólk sem segir að úti á landi gerist aldrei neitt. (Fréttablaðið föstud. 27. apríl 2007)
föstudagur, 27. apríl 2007
fimmtudagur, 26. apríl 2007
Tónleikar á morgun...
Þarna vildi ég vera núna...
Myndar teknar rúmlega 10 að kvöldi 14/7 2004 á Víðidal í Vesturfjöllunum milli Skagafjarðar og Austur-Húnavatnssýslu. Pápi sálugi á myndinni með gönguhattinn sinn á dalnum sínum. Hann var manna fróðastur um þetta svæði og þekkti hvern stein á þessum dal. Þarna vildi ég óneitanlega vera núna, frekar en að sitja hér og húka yfir prófi um miðja nótt!!!
miðvikudagur, 25. apríl 2007
Googla
Heimapróf, heimapróf úlalalal....
þriðjudagur, 24. apríl 2007
Mojo arrived
mánudagur, 23. apríl 2007
Frá þjáningu til gleði
Þjáningarsystkini!!!
Ástæðan fyrir þessu hvatningar-bloggi mínu er sú staðreynd að skörð hafa verið hoggin í hóp bestu vina og vandamanna og þjáningarsystkina sem nema við HÍ. Ekki er þetta fólk nú farið yfir móðuna miklu (sem betur fer) en ýmiskonar sjúkdómar eru farnir að hrella lýðinn sem ég vil meina að orsakist af þeirri einföldu ástæðu (sé sem sagt rót vandans) að álagið í skólanum sé allt of mikið!!!!! Yfirgnæfandi stress leggst á fólk og kemur það fram í líkamlegum kvillum.
Sú einfalda staðreynd að maður þurfi að skila 100% námsárangri til að fá fullt lán frá LÍN er ótækt (15 einingar). Þetta er magnað þegar t.d. í Boston University fullt mastersnám er skilgreint sem 12 einingar.
Eitthvað þarf að gera við þessu, því þeir sjúkdómar sem leggjast á ungt fólk geta fylgt þeim það sem eftir er og geta leitt til alvarlegri sjúkdóma í framtíðinni!!!!
sunnudagur, 22. apríl 2007
Jet-leg
Sunnudagur

Hmmm, þá er runninn upp sunnudagur og stráksi fer norður í dag (súperman). Ég komst að því fyrir helgi að það er ekki bara tímasparnaður sem fylgir því að fljúga með hann norður. Annars vegar tekur ferðalagið 2,5 klst í staðin fyrir um 8 með bíl (ef veður er gott) og svo kostar bara rúmlega 5þ. kr að fljúga. Það finnst mér mjög ódýrt!!! Keyrslan myndi kosta 12-14þ. kr. Ingimar verður svo aftur hérna um kosningahelgina :) þannig að maður hefur eitthvað að hlakka til í geðveikinni sem bíður næstu 3 vikur :) Úps, en nú er það lærdómurinn, amman er í sundi með alla hersinguna og ég á að nota tímann á meða.