Íslensku útrásinni eru gerð góð skil í síðasta Kompási á Stöð 2. Slóðin er eftirfarandi: http://www.visir.is/article/20081021/FRETTIR04/331387412&sp=1
Þetta er mjög góður þátt sem allir ættu að horfa á.
Annars er allt gott að frétta, ég var læknisfrú á Sauðárkróki síðustu viku, lærdómurinn réð ríkjum og maður rétt heimsótti nánustu ættingja. Stáksi var hjá okkur í tvær nætur, lilli snilli var í essinu sínu og var vægast sagt ánægður með nýju klippinguna sína, hanakamb og það er ekki laust við að hann hafi þroskast mikið eftir að lokkarnir hurfu.Ég var að ræða við Helgu systur í dag um þessa miklu tísku-meðvitund stráksa og hún segir að þetta sé frá mér. Ég man nú reyndar ekkert eftir því að hafa eytt miklum tíma fyrir framan speginlinn, en hvað man maður. Ég get ekki efast um hennar orð.
Ritgerðin mín gengur bara vel, ég er búinn að taka 3 viðtöl af um 10 og svo bætast við 3 á næstu 5 dögum, já maður nær kannski bara að útskrifast í febrúar 2009. Svo verður bara að sjá hvernig gengur að fá vinnu. Ef það gengur ekki þá er ég með eitt hálmstrá, það er að telja bíla, en það hefur verið "vinnan" sem ég hef verið að þvælast í síðustu vikur. Fín vinna, ágætlega borguð sem maður getur kannski helgað sig ef atvinnuleitin ber ekki árangur. Reyndar er ég bjartsýnn, ennþá :)
Síðast eru svo fréttir af okkur Vöku, við erum að fara að flytja á Framnesveginn, slotið okkar, svo það verður innflutningspartý einhvern tíma á næstu vikum. Dagsetning hefur ekki verið ákveðin!
Ég bið ykkur svo bara vel að lifa, og lifið lífinu lifandi :)
þriðjudagur, 21. október 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Á framnesveginn??? Fyrir ekki svo löngu heyrði ég það haft eftir henni að hún myndi ALDREI vilja búa þar...er kreppan stigin ykkur til höfuðs eða hvað er í gangi?
Nei, veistu það er bara allt í lagi með okkur :) Málið er bara að við fundum ekki nógu góða leigjendur, svo við ákváðum að flytja inn sjálf. Stækkum við okkur um 20 m2 og flytjum í okkar eigið (svo er hún heldur ekki að fara að seljast). Hvað er annars að frétta af þér?
Aha, ég skil :) ...var farin að hafa smá áhyggjur af ykkur ;)
Það er nú bara allt gott að frétta af mér, er auðvitaðmeð passlega mikið af drama í kringum mig :oP
Er kallinn kominn með skype? ...eða búinn að finna gamla reikninginn sinn? ;)
Skrifa ummæli