föstudagur, 10. október 2008

Landbúnaður

Nú heyrist ekki mikið í þeim sem hafa agíterað fyrir frjálsum innflutningi á landbúnaðarvörum! Íslenska sauðkindin er nú betri en engin. Borðum innlent!!!
(Myndin tekin af síðunni http://www.simnet.is/lon/Kindviku.htm)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er harður á að meðal fyrstu aðgerða ríkisstjórnarinnar til að vernda landsmenn í þessum hremmingum sé að styðja matvælaiðnaðinn svo ekki þurfi að velta hækkunum á aðföngum út í almennt neysluverðlag. Í tilfelli bænda þarf að koma í veg fyrir holskeflu verðhækkanna á olíu og áburði (aftur). Því miður óttast ég að ríkisstjórn smáborgaraflokkanna hafi ekki vit/kjark til að grípa til þessara aðgerða - frekar en annarra.

Og auk þess legg ég til að veiðar á hreindýrum verði aftur færðar í hendur bænda!

Ólafur Ögmundarson sagði...

Já, þetta með hreindýrin hljómar vel, fæ ég þá ekki dýr í þinni heimabyggð? :)