
Var þá eins og herskarar himnanna hryndu niður til hennar og hún fylltist miklum eldmóði og gleði (sem entist reyndar ekki lengi því hún hringdi svo hálf grenjandi í mig stuttu síðar í von um að ég vorkenndi henni og myndi væla með henni, hún hótaði meðal annars að hætta í náminu. Það gerðist ekki, ég sparkaði aðeins í hana og nú plummar hún sig fint, hefur dregið úr drykkjunni því annars þarf hún að éta hatt sinn 14. des.).
Ég sjálfur hef hins vegar ekki séð ljósið, nema þá í þeim Vöku og Ingimar, en hins vegar var ljósið og birta mér nokkuð hugleikin á ferð minni hringinn í kringum landið sem ég lagði upp í á miðvikudaginn í síðustu viku. Ég keyrði alla leið austur á Norðfjörð þann sama dag og í ferðinni tók ég þessar myndir. Sjáið, njótið og upplifið...

Hekla séð úr vestri í morgunmistri

Brúin yfir minni Jökulsárlóns

Þessi er tekin í Lóninu og má þarna sjá Stokksnesið austanmeginfrá.

Lónið og Stokksnesið

Kvöldsól í Lóni

Kvöldsól við Mývatn
3 ummæli:
Vá, það vantar greinlega nokkrar kafla í þessa vinkonu þína ;) ...þetta eru glæsilegar myndir hjá þér !!
Jæja, það er gott að þessi vinkona fékk sá ljósið og raunveruleikann :)
Það verða allir að hafa eitthvað ljós til að leiða sig áfram, ekki satt?
Fallegar myndir hjá þér að venju
flottar myndir :)
Skrifa ummæli