mánudagur, 17. mars 2008
Spam-komment
miðvikudagur, 12. mars 2008
mánudagur, 10. mars 2008
laugardagur, 1. mars 2008
Úti á landi
Vatnsberi: Losaðu þig við alla óþarfa sviðsmuni. Þeim mun hæfileikaríkari sem þú ert, þeim mun minna aukadót hefurðu þörf fyrir. Þjálfaðu það sem skiptir máli.
Ég veit nú ekki nákvæmlega hvað þetta þýðir - en tek þessari ábendingu með brosi á vör :).
Ég er annars staddur á Ólafsvík - Snæfellsnesi. Vaka er hérna á læknavakt yfir helgina og það er vægast sagt búið að vera nóg að gera hjá henni. Ég vona nú samt að hún fái frið til þess að slappa aðeins af - svo hún verði nú ekki of þreytt í næstu viku!
Eigiði svo góðan bjórdag elskurnar mínar :) og áframhaldandi góða helgi!
þriðjudagur, 26. febrúar 2008
Háskólinn á Hólum í Hjaltadal
mánudagur, 25. febrúar 2008
Hreindýr
Ég fékk ekki úthlutað hreindýri, en er númer 70 (kvóti 68 kýr á svæðinu) á svæði 5 (Svæði 5. Fjarðabyggð, þ.e. Eskifjörður, Norðfjörður og Reyðarfjörður, einnig sjá mynd) sem þýðir að ef tveir hætta við að taka sín dýr býðst mér að fara. Nú er því bara spurningin hvort ég tek því boði (ef það býðst)?

föstudagur, 22. febrúar 2008
Hylling
miðvikudagur, 20. febrúar 2008
Hugleiðingar
Í umræðum um „vísindaritið“ National Geographic (N.G) í síðasta tíma vöknuðu hjá mér nokkrar spurningar, þar á meðal hvort N. G. sé vísindatímarit (í eiginlegum skilningi þess orðs) og svo í kjölfarið mörkin milli þess að birta vísindagreinar og greinar sem frekar hafa skemmtana- og eða fræðigildi fyrir lesandann án þess að textinn sé tormeltur og illskiljanlegur fyrir hinn almenn a lesanda. Þar sem markhópur útgefenda N. G. er menntuð millistétt Ameríkana mætti ætla að hægt væri að fæða þá með öðru en léttsöðnum greinum um allt hið góða í heiminum og yfirburði hvíta mannsins (Ameríkana).
Þegar rit eru gefin út í heiminum eru þau flokkuð eftir markhópnum með því að bjóða upp á greinar sem henta og höfða til hvers flokks lesenda. Blöð ætluð verkfræðingum fjalla um viðfangsefni verkfræðinga, svo byggingar brúa og blöð ætluð mannfræðingum fjalla um umfjöllunarefni mannfræðinga, t.d. vettvangsrannsóknir gerðar um heim allan. Oft á tíðum eru þessi rit mjög sérhæfð og þýðir þá lítið fyrir hinn almenna borgara, sem ekki hefur bakgrunn eða aðra þekkingu á viðfangsefnum sérritanna, að ætla að setjast niður og fá eitthvað út úr þeim lestri. Hvað er þá til ráða til þess að ná til hins almenna lesanda, og fræða, sem ekki less þessi áður nefndu sérfræðirit.
N. G. er eitt elsta „vísindarit“ sem gefið er út í heiminum í dag, ritið á rætur sínar að rekja til loka 18. aldar þegar The National Geographic Society var stofnað árið 1888. Stofnendur félagsins voru úr elítu þess tíma og blaðið var ætlað hinni menntuðu millistétt til að byrja með en ekki ólærðum lýðnum. Ritið var því rit sérfræðinga. Enn þann dag í dag er blaðið ætlað sama markhópi en það sem hefur breyst er að blaðið höfðar til allra, en þá breytingu má rekja til þess að Alexander Graham Bell tók við stjórn blaðsins 1898.
„Bell seemed much more attuned to the Society‘s mission to disperse geographic knowledge rather than to promote new research, and he believed that people would read geography only if it were light and entertaining” (Fjölrit bls. 16)
Breytinguna má einnig rekja til Gilbert Hovey Grosvenor.
„As a result of Grosvenor‘s innovations, the Geographic style became mor similar to that of other popular monthlies, marked by „a realism full of pep and information““ (Fjölrit bls. 16)
Byggt á þessari tilvitnun hef ég, þegar rætt er um N. G., orðið vísindarit í gæsalöppum. Í mínum huga er N. G. nefnilega ekkert vísindarit, nema þá vísindarit fyrir almenning þar sem valdar eru greinar sem ætla má að hann skilji og vilji lesa.
Önnur lögmál gilda fyrir vísindarit ætluð almenningi en þau sem ætluð eru vísindamönnum (sérfræðingsrit). Vísindarit fyrir almenning þurfa ekki að vera bökkuð upp af rannsóknum sem framkvæmdar hafa verið á þeim sviðum sem ritin fjalla um, greinarnar eru byggðar (oftast) á stuttum vettvangsrannsóknum eða upplifun greinarhöfundar. Þetta form bíður upp á skekkju þegar efnið er svo matreitt fyrir lesandann, líkt og þekkt er í mannfræðinni, ef greinarhöfundur passar ekki upp á að blanda ekki eigin skoðun á viðfangsefninu við hlutlausa umfjöllun sína sem lesandinn á heimtu á. Útgáfa á ritum eins og N. G. er því ekki auðveld og þurfa þeir því líklega að hlusta á mikla gagnrýni á skrif sín og passa sig sérstaklega á því að vera hlutlausir í umfjöllun sinni - miðað við umræðuna í síðasta tíma virðist þeim ekki alltaf takast það!
þriðjudagur, 19. febrúar 2008
mánudagur, 18. febrúar 2008
föstudagur, 15. febrúar 2008
Ég á afmæli í dag :)
mánudagur, 11. febrúar 2008
Fréttaskot
Það sem er svo líka að frétta er að Ingimar er hérna í Reykjavík núna, er veikur, svo að það verður ekki mikið úr lærdómi næstu daga. Vonandi batnar honum nú samt sem allra allra fyrst svo að hægt verði að fara út og gera eitthvað skemmtilegt hið fyrsta.
Það þriðja sem er í fréttum er að búið er að samþykkja rannsóknaráætlun mína af stjórn verkfræðideildar HÍ (ég mun því útskrifast frá þeirri deild) svo að nú mun ég hald ótrauður áfram í átt að takmarki mínu, sem er að útskrifast eftir akkurat ár, eða í febrúar 2009.
Nú er hins vegar komið að því að fara að hugsa um barnið, sem er auðvitað ótrúlega hress miðað við veikindin (er í tölvunni) en það má ekki hafa hann í tölvunni of lengi eftirlitslausann.
Bless í bili!
miðvikudagur, 6. febrúar 2008
fimmtudagur, 17. janúar 2008
Annars konar annáll - nær því að vera hugleiðingar sem markast af áfengismagni í blóði
Það hefur lengi staðið til að fara á stefnumót "með" Hvít (líkt og pabbi kallaði staðinn sem og fleiri Íslendingar) en flestir þekkja staðinn líklega sem Hvids Vinstue. Þetta var mikill uppáhaldsstaður hans. Staðurinn hefur einnig verið vinsæll viðkomustaður þystra Íslendinga í gegnum aldirnar, meðal annars mun Jónas Hallgrímsson hafa verið þarna tíður gestur. Staðurinn hefur einnig verið vinsæll hjá Dönum og á veggjum hans hanga margar myndir af frægum gestum staðarins. Eftirfarandi var skrifað þennan umrædda dag, en verst þykir mér þó að ekki fær hin fagra rithönd mín að njóta sín, sem versnaði umtalsvert eftir því sem bjórunum fjölgaði í maga mínum:
"Það er ekki ómerkilegt að sitja á Hvít og sötra Julebrygg, en flestir fá sér þó jólaglögg, sem virðist vera heitasti drykkurinn á köldum eftirmiðdegi í hjarta Kaupmannahafnar við Kóngsins Nýja-Torg. Í dag er 17. desember 2007 og það er ekki laust við að maður sé farinn að kippa (í svona 2-3 tær). Rakastigið í manni er því farið að hækka lítilsháttar en ekki líður manni ver þegar snakkað er á Dönsku allt i kringum mann og atmosfæren er jafn góð og raun ber vitni.
Nú er erfitt að fá þjónustu, staðurinn er orðinn fullur og ég var bara heppinn (nú fyrir 2 klst. síðan) að fá borð, náði nú augnkontakti. Fimmti Tub. Julebrygg liggur brátt í valnum.
Á sama borði og ég sitja bræður (ég hef fundið það út með því að hlera), báðir um áttrætt, og ræða um heyrnartæki. Nánar tiltekið heyrnartæki sem útiloka þrusk og stoj (líkt og danskurinn segir). Það slær svo öðru hverju úti fyrir þeim en þeir ná samt alltaf þræðinum aftur, eftir mis-langan tíma þó :) Þeir hittast greinilega ekki oft, spurningarnar sem þeir spyrja hvorn annan eru þess háttar, en það fer vel á með þeim. Ótrúlega en nú gaman að fylgjast með mannlífinu.
Á næsta borði sitja nokkrir samlandar mínir, og það eru ekki þeir fyrstu sem setjast við það borð síðan ég kom á svæðið. Það er eitthvað í fari þeirra (og þá væntanlega líka í mínu) sem gerir það að verkum að maður spottar þá alltaf í hópnum. Svo ekki sé talað um þegar þeir fara að hefja raust sína, ætli Íslendingar tali hærra en aðrar þjóðir (nema þó kannski ekki hærra en Svíjar). Það er kannski 66°N flíspeysan sem kemur upp um þá líka eða þá allir innkaupapokarnir sem þeir draga á eftir sér, hver veit?
Nú er ég farinn að hugsa mér til hreyfings, Vaka fer að koma með lestinni rúmlega 5. Áður en ég hætti verð ég samt að segja frá því að Dani (á næsta borði) talaði um "vini" mína Íslendingana sem Svía :) Óskaplegt er að við þurfum að vera svona lík Svía-grýlunni ;)
Adju mín kæru,
Kv. einn meir og fullur rétt fyrir jól"
föstudagur, 11. janúar 2008
þriðjudagur, 8. janúar 2008
miðvikudagur, 2. janúar 2008
Bloggið árið 2007
mánudagur, 31. desember 2007
Gleðilegt nýtt ár!!!!!
mánudagur, 24. desember 2007
Gleðileg Jól!!!
Kæru lesendur,
gleðileg jól og hafiði það nú sem allra best mín kæru!!!
Hugheilar jóla- og saknaðarkveðjur héðan frá Århus, þar sem við Vaka mín bíðum eftir jólunum með hinu kóngafólkinu í ríki Margrétar Danadrottningar.
Með jólakveðju,
Óli og Ingimar jólabarn, sem er örugglega núna að fara á límingunum af spenningi :)

miðvikudagur, 19. desember 2007
Kominn til útlandsins
Ég kveð í bili, ekki fara í Kringluna (nema þið viljið missa vitið, eða svo segir mamma) nema þá á eigin ábyrgð!!!
Kv. Jóli
þriðjudagur, 11. desember 2007
Vitfirring!!!
Gúglaðu t.d. Lyftingablogg og/eða kíktu á linkinn hér fyrir neðan
Kreizzzzíness
Nýyrðasmíð

Haft hefur verið samband við orðabókina, og spurt er hvort einhver kannist við orðið Kisutittlingur, kisutittlingur. Ungur maður, 4. ára, sem elur manninn mest á Norðurlandi og 5. hverja viku sunnan heiða, notar þetta orð óspart við vissar aðstæður og segir þá: "þetter er nú meiri kisutittlingurinn".
Orðabókinni er alls ókunnugt um tilurð þessa orðs en biður alla sem heyrt hafa nafnsins getið eða vita hvað það þýðir eru beðnir um að tjá sig um það í athugasemdum á þessari síðu.
mánudagur, 10. desember 2007
Gamla Óla sprorðrennt án nokkurrar fyrirhafnar!!
laugardagur, 8. desember 2007
Jákvæðni
Njótið aðventunnar mín kæru!!!
Kv. frá Óla sem alltaf er í skóla
þriðjudagur, 4. desember 2007
mánudagur, 3. desember 2007
laugardagur, 1. desember 2007
Hugvekja
Í haust, vegna þýðingar minnar á skýrslunni um fornleifauppgröftinn í Gautavík í Berufirði og eftir ótalmargar umræður við Dagnýju fornleifafræðing og vini hennar, hef ég líka komist í tæri við fornleifafræðina. Líkt og með vistfræðina finnst mér fornleifafræðin mjög spennandi, en þetta eru ótrúlega ólík vísindi.
Annars vegar er leitast eftir í vistrfræðinni að sjá fyrir hvernig vistkerfi hafa breyst og hvernig þau munu breytast og líta út í framtíðinni. Hvernig þau munu bregðast við t.d. loftslagsbreytingum og hvernig hægt er að nota "hugmyndafræði" vistkerfanna og yfirfæra þau yfir á okkur mennina og gera umhverfi okkar að vistkerfum (Industrial Ecology). Fornleifafræðin hins vegar lítur um öxl, reynir að segja okkur hvernig forfeður okkar lifðu og hrærðust, nytjuðu jörðina og sjóinn.
Hvaða nýju vísindum ég kynnist næst er ekki gott að vita, en ég mæli með að þið staldrið við og njótið þess sem þið lærið á hverjum einasta degi því þegar þeim punkti er náð finniði að þið eruð á réttri hillu!
Lifið heil.