Já þá er páskarnir liðnir, maður er búinn að reyna á það enn einu sinni að öl er böl, en einhvern vegin gleymir maður því alltaf á milli þess sem maður fær "sér einum" of mikið. Reyndar er raunarsögu (mánudagsins síðasta) því um að kenna að ég borðaði ekkert á leiðinni heim úr bænum, því er note to self alltaf að koma við á Pizza-King og fá sér eina 12". Þetta frí er annars búið að vera alveg frábært. Vinir mínir frá Tübingen í Þýskalandi, þeir Stephan (Stebbi) og Niels eru búnir að vera tíðir gestir hjá okkur Vöku í mat. Mikið er búið að skrafa og láta vitleysislega, og ég verð að hrósa henni Vöku minni fyrir frábæra tilburði í Þýskunni. Það er hreint ótrúlegt að hún hafi aldrei áður talað Þýsku af neinu viti. Hún er einfaldlega náttúrutalent þessi elska :) Við fórum svo með þeim félögum í bíltúr á mánudaginn (þynnkudaginn), ég svaf fyrsta hluta leiðarinnar en frá Búðum var ég með rænu og svo eftir vöfflurnar og kaffið á Ólafsvík á ömmu og afa Vöku reis landið hratt og ég var hinn brattasti þegar heim var komið hehe. Afi Vöku, hann Elinbergur, bað okkur svo vinsamlegst að koma sem oftast því hann fengi aldrei svona gott með kaffinu nema þegar gesti bæri að garði. Eitthvað held ég nú að þar sé um ýkjur að ræða, en hann getur treyst á að við komum sem oftast, það er alltaf jafn gaman að koma til hans og Heiðu.
Ég vona að þið hafið haft það sem allra best mín kæru, ég set bráðum inn myndir úr ferðinni um Snæfellsnesið, sem virðist mér vera óendalegt ljósmyndaefni :)
miðvikudagur, 26. mars 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Fær aldrei nóg af að taka myndir af Snæfellsnesinu ;) endalaust myndefni þar.
En að öðru - ættir að prófa pizzuverksmiðjuna sem er í lækjargötunni :)
Jibbííí...nýtt 'alvöru' blogg!! :)
Já, úfff...mánudagurinn var erfiður fyrir fleiri en þig!! og fór landið ekkert að rísa hjá mér fyrr en í fyrsta lagi á þriðjudeginum ;)
Já þau geta stundum verið erfið þessu "alvöru" blogg :) Maður verður að vanda svo til verksins ;)
Úh, alltaf jafn gaman að koma til Ólafsvíkur, enda Snæfellsnesið fallegasti staður á Íslandi og ALLTAF gott með kaffinu (og að borða almennt) hjá ömmu og afa :)
Smá correction: afi heitir Elinbergur, ekki Elínbergur (með í-i) Enda bara 2 á landinu með þetta fallega nafn :D
Býð sjálfri mér bráðum í mat til ykkar, fór að slefa þegar Vaka skrifaði um lærið þitt, nam nam!
Síðbúnar páskakveðjur frá Den Danske Svigerinde!
Ja, er heisst Elinbergur, nicht Elínbergur.
Takk fyrir fögur orð í minn garð :) Deutsch ist sehr lustig :)
Hefur verið leiðrétt!
Skrifa ummæli