Þannig er mál með vexti að nú er listahátíð í Reykjavík, og eitt af listaverkunum eru myndir af flestöllum börnum á landsbyggðinni milli 3. og 6. ára. Mamma fór því að rýna í vegginn með myndunum, sem er á horninu á Lækjargötu og Austurstræti, til þess að sjá hvort okkar maður leynist ekki þar, og jú, vitir menn, þarna er hann og það í tvíriti :) Auðvitað ekki að undra þar sem hann er jú fallegasta barn í heimi (fjögurra að verða fimm). Hérna er mynd af veggnum, nú er spurning hvort þú sérð stráksa:
