
Fyrir þá sem hafa misst af þessari frétt þá er Horst Tappert aka Derrick látinn, 85 ára að aldri.
Þáttaröðin um Derrick er sú vinsælasta í flokki lögregluþátta í Þýskalandi frá upphafi og engin þýsk þáttaröð hefur náð jafn mikilli dreifingu erlendis eins og Derrick.
Derrick var ekki lítið þekktur á Íslandi karlinn, hver man ekki eftir því þegar hann kom til Íslands, ef ég man rétt upp úr 1980. Íslenskar húsmæður urðu að grúpppíum á svipstundu og voru það helst hans frægu augnpokar sem heilluðu og svo auðvitað gleraugun (einn af mínum bestu vinum hefur á afrekaskránni að sporðrenna einu sambærilegu pari)