Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Étið nú á ykkur gat, drekkið eins og þið getið og njótið augnabliksins :)
Ég biðst annars forláts á vöntun á jólakortum, enn eitt árið, en við Vaka erum að hugsa um að gera gangskör í þessum málum fyrir næstu jól.
þriðjudagur, 23. desember 2008
þriðjudagur, 16. desember 2008
Tilkynning
Fyrir þá sem hafa misst af þessari frétt þá er Horst Tappert aka Derrick látinn, 85 ára að aldri.
Þáttaröðin um Derrick er sú vinsælasta í flokki lögregluþátta í Þýskalandi frá upphafi og engin þýsk þáttaröð hefur náð jafn mikilli dreifingu erlendis eins og Derrick.
Derrick var ekki lítið þekktur á Íslandi karlinn, hver man ekki eftir því þegar hann kom til Íslands, ef ég man rétt upp úr 1980. Íslenskar húsmæður urðu að grúpppíum á svipstundu og voru það helst hans frægu augnpokar sem heilluðu og svo auðvitað gleraugun (einn af mínum bestu vinum hefur á afrekaskránni að sporðrenna einu sambærilegu pari)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)