take Reykjavík. Já næsta stopp er Reykjavík. Meira flakkið á manni, meirað segja svo mikið að Ingimar vatt sér víst að ókunnri konu á Króknum og sagði henni allt um flakk pabba síns. Það var eitthvað á þessa leið: "Ég á pabba, hann á heim langt í burtu og hann á aldrei heima á sama stað. Hann átti heima í Reykjavík. Núna á hann heima á Akureyri en er aftur að flytja til Reykjavíkur".
Það er fátt sem fer framhjá þessum snilla :)
miðvikudagur, 30. júlí 2008
fimmtudagur, 24. júlí 2008
Prins
Prinsinn minn átti afmæli fyrir viku síðan :) Einhverjir gætu undrast yfir því af hverju ég segi svona seint frá því, en þannig er mál með vexti að þegar barnið mans verður 5 er það ágætis realití tékk sem maður þarf tíma til að ná sér á. Svo sá ég líka í veislunni BÁÐAR tengdadætur mínar sem var nú ágætis biti í háls, hélt að ein væri nú nóg (eru á myndinni hérna fyrir ofan).
Afmælisveislan var annars mjög fín, nánast enginn grátur og stráksi fékk fullt fullt af gjöfum. Tæplega fjörutíu manns voru í veislunni, svo það er spurning hversu margir verða þegar drengurinn fermist. Afmælistertan var Súperman-terta og hann fékk líka slíkan búning frá okkur . Reyndar var ManU gallinn fyrir valinu til að vera í í veislunni, enda verðandi atvinnumaður þarna á ferð!
Margrét, litla systir Ingimar var líka rosa hress, er hætt að vera mannafæla og hún og Vaka voru hinar bestu vinkonur. Vaka las fyrir hana og svo skottaðist hún um í prinsessupilsi, hin mesta dama þar á ferð :)
Afmælisveislan var annars mjög fín, nánast enginn grátur og stráksi fékk fullt fullt af gjöfum. Tæplega fjörutíu manns voru í veislunni, svo það er spurning hversu margir verða þegar drengurinn fermist. Afmælistertan var Súperman-terta og hann fékk líka slíkan búning frá okkur . Reyndar var ManU gallinn fyrir valinu til að vera í í veislunni, enda verðandi atvinnumaður þarna á ferð!
Margrét, litla systir Ingimar var líka rosa hress, er hætt að vera mannafæla og hún og Vaka voru hinar bestu vinkonur. Vaka las fyrir hana og svo skottaðist hún um í prinsessupilsi, hin mesta dama þar á ferð :)
þriðjudagur, 22. júlí 2008
Faðir rekinn
úr vinnu vegna þess að hann tók fæðingarorlof - í Danmörku (politiken.dk). Spurning hvenær þetta fer að gerast á Íslandi - eða er þetta kannski að gerast án þess að maður frétti af því?
Fer fólk virkilega til Kamtjatka
og er ekki með byssur (riffla) með sér? Það virðist alla vega raunin hjá þessum 30 jarðfræðingum sem verið er að éta á þssum slóðum (sjá frétt á politiken.dk). Ótrúlegt að ekki hafi verið haft samband við mig og ég beðinn um að fara með, með byssu í hendi (eða einhver annar veiðimaðurinn). Alla vega þá bíð ég mig fram í næstu ferð!
mánudagur, 21. júlí 2008
Ný heimasíða
Nei ég hef ekki opnað nýja heimasíðu, en það hefur Gylfi Ægisson hins vegar gert - www.gylfiægisson.is - Ég vil endilega mæla með þessari síðu. Hún er hrein og tær snilld og sýnir enn og aftur hversu mikill snillingur hann Gylfi er! Sjón er sögu ríkari.
Niðurstöður
Niðurstöður óvísindalegrar rannsóknar minnar, sem gerð var með samanburði á ökulagi Reykvíkinga og Akureyringa, benda til að ökumenn (muna, konur eru líka menn) á Akureyri virði frekar umferðarreglurnar en þeir sem aka í Reykjavík. Sést það helst á því að ekki er farið jafn mikið yfir á rauðu hér á Akureyri en sjá má í Reykjavík. Takið eftir þessu þegar þið eruð næst á ferðinni!
sunnudagur, 6. júlí 2008
Allt að róast...
Nú er stráksinn farinn, ég að fara að keyra mömmu og ömmu til Neskaupstaðar þannig að það verður heldur tómlegt þegar Vaka kemur heim úr vinnunni í kvöld. Stefnan er jafnvel tekin á Hellisfjörð á morgun, ef ekki verður þoka. Enn eru ekki allar nætur bókaðar hérna hjá Hótel Óla, þannig að áhugasamir geta enn bókað gistingu í júlí :) Ein mynd látin fylgja af kósý-heitum per exelance á meðan Ingimar var hérna, lestur fyrir svefninn, Goggur glænefur í þetta skiptið.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)