Nú eru einungis þrjár nætur þar til ég fer til elsku Vöku minnar.
Aðrar fréttir af mér eru þær að ég tók að mér þýðingu á skýrslu um fornleifauppgröft að Gautavík í Berufirði. Skemmtilegt verkefni sem ég fæ auðvitað allt of lítið greitt fyrir, en peningar eru peningar, sama hversu fáir þeir eru :) Ég er líka kominn með leiðbeinanda, hann Ólaf Árnason sem kenndi mér í SEA í vor. Ég er mjög ánægður með það og því er líka á dagskránni að skrifa paper proposal að lokaverkefninu á næstu dögum. Eitthvað er ritgerð í EIA að þvælast fyrir þarna en hún verður tekin með tromi, í síðasta lagi þegar ég kem aftur heim frá útlandinu 20. okt. Já þetta verður langt úthald en langþráð. Auðvitað er stefnt að því að setja reglulega inn myndir af ferðinni.
Myndavélin verður alla vega tekin með, sem og fartölvan, svo þetta ætti að verða leikur einn.
þriðjudagur, 2. október 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
hehe... thu telur i nottum :)
Hlakka svo til ad fa thig astin min :) Bara 3 dagar og 2 nætur!
það verður leitt að missa þig úr sollinum en ég held að ástæða brotthvarfsins sé mjög svo gild tekin :)
ps. þú verður nú svo að fara að slá hressilega um þig með fágætum fróðleik um þennan uppgröft :)
Tomorrow tomorrow :)
Skrifa ummæli