mánudagur, 24. nóvember 2008

Hún Þórhildur Reynisdóttir er systurdóttir mín. Hún er 11. ára og orti eftirfarandi ljóð. Síðasta erindi ljóðsins er viðlag. Njótið, þetta er tær snilld:

Ég ætla að segja þér sögu af lítilli þjóð,
sem stritað hefur í aldir sæl og rjóð.

Allir vildu vel og hjálpuðust að,
Það var í þátíð, þannig var það,

Svo tók yfir þjóðina klár maður mjög,
þó hann og hans menn þekktu engin lög,

Hans flokksmenn hræddir fylgdu með,
þorðu ekkert að segja enda bara peð,

úr ráðherrastóli hann gamall steig niður,
héldu þá menn að yrði loks friður,

En þá fór hann í bankann og tók fjármálin yfir,
og flokkurinn í hans stjórn enn lifir,

Hann neitaði vexti að lækka,
og í staðinn skuldir fólksins hækka,

Hann tók sína menn á næturfund,
þeir keyptu banka, léttir í lund,

og menn á hausinn fara eftir hlutabréfaleik,
því þjóðin sparaði ekki og er peningaveik,

Nú er það svart og engin von,
og hver verður NÆSTI Davíð Oddsson?


Höf. Þórhildur Reynisdóttir
Ort 23. nóv. 2008.

laugardagur, 22. nóvember 2008

Heimasími

Heimasíminn á nýja heimilinu okkar Vöku hérna á Framnesvegi 34 er 5710285. Nú er því ódýrara að hringja í okkur so feel free :)

föstudagur, 21. nóvember 2008